Careers

Working at Nox Medical

Working at Nox Medical means that you are part of a close-knit team that has a passion for improving people’s health. We love technology, innovation, and especially sleep medicine. We are open, friendly, hard working professionals but never afraid to have fun. We take pride and enjoyment over seeing our products come to life and affecting the lives of thousands of people to the better.

Open Positions

Fjármálastjóri / CFO

The following text is in Icelandic.

Nox Medical auglýsir lausa til umsóknar stöðu fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri situr í framkvæmdastjórn Nox Medical og tekur virkan þátt í daglegum rekstri og stjórnun félagsins.
Leitað er að öflugum og lausnamiðum einstaklingi með góða menntun og yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði fjármála og rekstrar í alþjóðlegu umhverfi. Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til greiningar á svefnröskunum. Nox Medical var stofnað fyrir 12 árum og nú starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu. Á skömmum tíma hefur Nox Medical komist í hóp stærstu útflutningsfyrirtækja landsins með um 2 milljarða króna ársveltu og verið rekið með hagnaði óslitið í 10 ár. Fyrirtækið hefur hlotið margskonar viðurkenningar.

Helstu verkefni

 • Þátttaka í framkvæmdastjórn félagsins og yfirumsjón og ábyrgð á fjármálum Nox Medical
 • Vinna við ársuppgjör og skattframtal í samvinnu við stjórnendur og endurskoðendur
 • Reglubundin rekstraryfirlit og skýrslugerð til framkvæmdastjórnar og stjórnar
 • Vinna við gerð rekstrar og fjárhagsáætlana í samvinnu við stjórnendur
 • Hagkvæm stýring fjármuna, áhættustýring, gjaldeyrisviðskipti og ávöxtun fjármuna í samráði við framkvæmdastjóra
 • Yfirsýn yfir innheimtu, umsjón og ábyrgð með greiðslu reikninga og launavinnslu
 • Umsjón með Navision fjárhagskerfinu
 • Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta, fjármála og rekstrar
 • Reynsla af fjármálastjórn nauðsynleg
 • Yfirgripsmikil þekking og skilningur á reikningsskilum, bókhaldi og færni í stjórnun fjármála
 • Yfirgripsmikil þekking og færni í notkun á Navision og Excel
 • Góð þekking á lögum og reglum er varða fjármál
 • Reynsla af vinnu á sviði áætlanagerðar og stefnumótunar
 • Færni í að að setja fram og miðla upplýsingum á skýran og merkingarbæran hátt
 • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku

Umsóknir

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl n.k. Umsóknum skal skilað á careers@noxmedical.com. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veita Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical í síma 692 2242 og petur@noxmedical.com,
og Sigríður Þorgeirsdóttir, hjá Attentus í síma 896 7300 og sigridur@attentus.is.


Go back